Frétt

06.10.2017

Hleðslustöð hjá Netorku

Netorka hefur sett upp hleðslustöð fyrir rafbíla við húsnæði sitt í Bæjarhrauni.  4 af 6 starfsmönnum eiga nú bifreiðar sem ganga fyrir rafmagni að öllu leiti eða hluta og því er þetta kærkomin þjónusta fyrir starfsmenn.

 

Stöðin er frá Schneider Electric sem Rönning selur.  HS Veitur setti stöðina upp og tengdi fyrir okkur en þeir eiga einmitt alveg eins stöð við hliðina.  Stöðin er með tengi af gerð Typ 2 og getur hlaðið með mest 32A straum en það er hleðslutæki bílsins sem ræður straumnum.  Stöðin er læst en gestir geta að sjálfsögðu hlaðið sína bíla ef þeir bera sig eftir því við starfsmenn Netorku.

Til baka