Frétt

09.11.2017

Uppfærsla á kerfum Netorku

Fyrir um ári síðan var skrifað undir samning við CGI í Svíþjóð um uppfærslu á kjarnakerfum Netorku.  Um er að ræða kerfin sem halda utan um alla raforkunotkun í landinu, útreikninga tengda þeim og söluaðilaskipti.

CGI framleiðir líka kerfin sem eru í notkun núna en þau kerfi eru komin til ára sinna og kominn tími til að skipta þeim út.  Nýja kerfið heitir BFUS og um alveg nýtt kerfi er að ræða.

Unnið hefur verið að innleiðingu allt árið og nú nálgast að hægt verði að taka nýju kerfin í notkun.  Áætlað er að slökkt verði á gömlu kerfunum í dagslok föstudagsins 12. janúar 2018.  Nokkuð langan tíma mun taka að koma öllum gögnum á milli kerfa og gert er ráð fyrir að nýja kerfið verði gangsett mánudaginn 22. janúar.

Til baka