Frétt

13.04.2018

Ný kerfi tekin í notkun hjá Netorku

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að ýtarlegum prófunum á nýjum kerfum Netorku og tengingum þeirra við orkufyrirtækin.  Nú í vikunni var loksins komið að því að slökkva á gömlu kerfunum og hefja yfirfærsluna í þau nýju.

Að loknum vinnudegi miðvikudaginn 11. apríl var slökkt á gömlu kerfunum.  Þá hófst langt og umfangsmikið ferli við að koma öllum gögnum rétt inn í nýju kerfin.  Framleiðandi kerfanna, sænski hluti stórfyrirtækisins CGI, mun sjá um þessa vinnu að mestu leiti.

Áætlað er að nýju kerfin verði tekin í notkun mánudaginn 23. apríl.  Þá munu allar stillingar og virkni verða athuguð og síðan verður fyrirtækjunum hleypt inn einu í einu.

Nýju kerfin, BFUS, munu leysa af hólmi gömlu Lettera kerfin.  Þau voru komin mjög til ára sinna og löngu orðið tímabært að skipta þeim út.  Samskiptin á milli Netorku og orkufyrirtækjanna hafa líka verið endurskrifuð og munu notendur nú mun sjaldnar þurfa að fara sérstaklega inn í kerfi Netorku til að vinna sína vinnu.

Mikil eftirvænting ríkir hjá Netorku eftir að taka nýju kerfin í notkun.  Gera má ráð fyrir að gömul vandamál leysist með tilkomu nýju kerfanna en af til vill koma ný vandamál í staðin.

Til baka