Hvað gerir Netorka?

Allir landsmenn hafa kost á því að velja sér af hvaða raforkusala þeir kaupa raforku. Raforkusala er ekki bundin því orkufyrirtæki sem dreifir raforkunni á viðkomandi svæði, heldur opin öllum þeim sem hafa tilskilin leyfi.

Netorka hf. gegnir því hlutverki að vera sameiginlegt mæligagna- og uppgjörsfyrirtæki fyrir íslenskan raforkumarkað í markaðsvæddu umhverfi. Netorka annast uppgjör og vinnslu sölumælinga og heldur utan um breytingar á viðskiptum raforkuseljenda og kaupenda.

Uppsetning Netorku á miðlægum gagnagrunni og einföldu skeytakerfi er einstök og fyrsta sinnar tegundar í heiminum í raforkuiðnaðinum. Kerfið tryggir að samskipti og uppgjör á íslenska raforkumarkaðnum verða í senn einfaldari, sveigjanlegri og skilvirkari en gerist hjá öðrum þjóðum.

Netorka útbýr einnig orkuspár fyrir orkufyrirtækin sem byggir á sögulegum gögnum, félagslegri hegðun og veðurspám. Netorka býður einnig upp á þá þjónustu að safna mæligögnum beint frá mæli með fjarálestri.