Miðlun dreifiveitugagna

Miðlun dreifiveitugagna (MDV) er þjónusta sem auðveldar notendum að nálgast raforkugögn gegn umboði viðskiptavinar. Gögnin samanstanda af númeri veitu og mælis, dreifisvæði, heimilisfangi, núverandi söluaðila raforku að hluta til, dreifiveitutaxta, áætlaðri ársnotkun, meðalnotkun, síðasta álestri, mæliaðferð, stöðu mælis, margföldunarstuðli og stafafjölda. Ef um tímamældar veitur er að ræða þá eru tímagildin einnig afhent allt að 24 mánuði aftur í tímann.

Nánari upplýsingar er að finna í handbók fyrir notendur