Söluaðilaskipti

Söluaðilaskipti eiga sér stað þegar notandi skiptir um raforkusala og taka gildi eftir líðandi mánuð plús þann næsta (dæmi: Sigga óskar eftir söluaðilaskiptum 21.5 sem eru framkvæmd og taka gildi 1.7). Einnig geta söluaðilaskipti átt sér stað við notendaskipti en þá þarf söluaðilinn að senda inn erindi til Netorku fyrir flutning. Að öðru leyti fer salan á svokallaðan sjálfgefinn söluaðila en það er söluaðilinn fyrir dreifisvæðið sem notandinn er á. Nánari upplýsingar er hægt að finna í Netmála Landsnets (þá helst B6 og B7). 
Hægt er að skoða upplýsingar um söluaðilaskipti með því að opna PDF skrár hér fyrir neðan.  Skýrslurnar taka saman upplýsingar frá öllum söluaðilaskiptum sem eru framkvæmdar í kerfum Netorku.
Skrá Dags.
Söluaðilaskiptagögn 1.1.2006 til 1.5.2018 14. desember 2018

 Töluleg gögn: orkumagn | lögaðilar | afhendingarstaðir  14.desember 2018