Innskráning

Dreifiveitusvæði

Dreifiveiturnar sjá um að dreifa raforku til allra notenda á landinu fyrir utan stóriðju. Þær hafa einkaleyfi á dreifingu raforku á sínu svæði og eru því ekki í samkeppni um viðskiptavini. Landinu öllu er skipt upp í dreifiveitusvæði. Skiptingin er að mestu sögulegs eðlis en með breyttri starfsemi veitna hafa svæðin breyst lítillega undanfarin ár.

RARIK er með lang stærsta svæðið og má eiginlega segja að allt landið sé undir. Aðrar dreifiveitur eru svo með afmörkuð svæði fyrir sína starfsemi.

Svæði Veitna nær til sex sveitarfélaga, frá Akranesi í norðri, upp að Hellisheiði í austri og suður að Hraunholtslæk, sem rennur þvert í gegnum Garðabæ.

HS Veitur valdi að skipta sínu svæði niður í fimm undirsvæði. Þau eru Reykjanes (fyrir utan Grindavík), Grindavík, Hafnarfjörður og nágrenni, Árborg og Vestmannaeyjar.

Orkubú Vestfjarða dreifir rafmagni um allan Vestfjarðakjálkann.

Norðurorka dreifir rafmagni á Akureyri.