Innskráning
Fara yfir á efnissvæði

Söfnun mæligagna

Allir raforkunotendur sem eru með afltopp hærri en 100 kW þurfa að hafa rafmagnsmæli sem safnar upplýsingum um raforkunotkun jafnóðum. Einnig geta aðrir notendur beðið sérstaklega um svona mæla. Einu sinni á sólahring eru gögn send úr mælinum. Þetta kallast tímamældar veitur. Fjöldi þessara veitna á Íslandi er einungis nokkur þúsund.
Algengast er að dreifiveiturnar sjái um þessa söfnun á mæligildum. Eftir að veiturnar hafa fengið gögnin til sín eru þau send áfram í gagnagrunn Netorku.
Netorka býður einnig upp á að safna gildum beint frá mælum dreifiveitnanna. Með þessu móti losnar dreifiveitan við daglega umsýslu við söfnunina.