Innskráning
Fara yfir á efnissvæði

Framvinda verkefna hjá Netorku

Uppfærsla á kerfum Netorku í útgáfu 12.1.3

Við prófanir á síðustu uppfærslu Netorku kom í ljós að á meðan veitur voru í bið var ekkert hægt að eiga við þær. Um er að ræða 4 mismunandi tilfelli:

  1. Veita er í bið og breyta þarf flutningnum á sama degi
  2. Veita er í bið og annar flutningur kemur nokkrum dögum seinna
  3. Veita er í bið og mælaskipti eru framkvæmd
  4. Veita er í bið og veita síðan tekin niður.

Mikill áhugi er fyrir því að koma biðtímanum, sem nú er hjá dreifiveitunum, til Netorku. Til þess að hraða því sem mest var ákveðið að koma með lausn við tilfelli 1, sem er algengast, og nokkrum vikum seinna að setja upp útgáfu sem leysir öll 4 tilfellin.

Sett hefur verið upp í prófunarumhverfi Netorku útgáfa sem tekur á tilfelli 1 og tilkynning kemur ef tilfelli 2, 3 og 4 koma upp. Taxtar og notkunarflokkar flæða nú á milli dreifiveitna og sölufyrirtækja. Auk þessa hafa nokkur smærri vandamál verið löguð.

Unnið er að prófunum og stefnt er á að færa þessa útgáfu yfir í raunumhverfið í mars.

Nánari upplýsingar gefur Nökkvi, nokkvi@netorka.is