Innskráning
Fara yfir á efnissvæði

Framvinda verkefna hjá Netorku

Uppsetning og prófanir á BFUS 12.0.
Þessi útgáfa af kjarnakerfum Netorku útfærir reglugerðarbreytingu 1150/2019.

Undirbúningur verkefnis hófst haustið 2019. Verkefnið er unnið í samráði við allar dreifiveitur og sér hugbúnaðarfyrirtækið CGI um breytingar á kerfunum.

Helstu breytingarnar sem þurfti að gera eru eftirfarandi:

 • Ef viðskiptavinur hefur aðeins einn raforkusala fylgir sá raforkusali ef viðskiptavinurinn tekur yfir nýja veitu.
 • Söluaðili til þrautavara fyrir dreifiveitu er valinn af Orkustofnun og er sá sami fyrir öll dreifiveitusvæði. Ekki er lengur um að ræða sjálfgefinn söluaðila fyrir hvert dreifiveitusvæði.
 • Stytting á tíma í söluaðilaskiptum.  Notandi getur nú skipt um söluaðila allt að þremur vikum fyrir næstu mánaðarmót.

Staða verkefnis

 • Vika 40 (28. sept - 2. okt):  Uppsetning á BFUS 12.0 í prófunarumhverfi

 • Vika 41 (5. - 9. okt):  Framhald á uppsetningu og prófanir með RARIK

 • Vika 42 (12. - 16. okt):  Prófanir með Origo vegna Orku viðskiptakerfis

 • Vika 43 (19. - 23. okt):  Prófanir með Origo vegna Orku viðskiptakerfis

 • Vika 44 (26. - 30. okt):  Prófanir með Origo vegna Orku viðskiptakerfis, RARIK og HS Veitum.

  - Ný útgáfa sett upp sem leiðrétti nokkrar villur sem fundust í prófanaferli

  - Ekkert prófað vegna ýmissa ástæðna

 • Vika 45 (2. - 6. nóv): Prófanir með HS Veitum og Origo vegna Orku viðskiptakerfis

  - Prófað með Origo vegna Orku viðskiptakerfis

  - Uppsetning og tenging á milli prófunarumhverfis HS og Netorku

 • Vika 46 (9. - 13. nóv):  Prófanir með HS Veitum og RARIK

  - Ekkert prófað með RARIK vegna anna RARIK við uppsetningu á nýju viðskiptamannakerfi

  - Samskipti HS við test kerfið eru komin í lag.  Innri vandamál í BFUS komu í veg fyrir að hægt væri að byrja prófanir.  Prófað verður í næstu viku.

 • Vika 47 (16. - 20. nóv):  Prófanir með HS Veitum og RARIK

  - Prófað var með HS alla vikuna og miðaði vel

  - Prófanir með RARIK bíða næstu viku

 • Vika 48 (23. - 27. nóv):  Prófanir með HS og RARIK

 • Vika 50 (7. - 11. des):  Uppsetning í raunumhverfi er fyrirhuguð fimmtudaginn 10. desember

  - Áætlað er að stoppa kerfi Netorku í hádeginu

  - Allar nauðsynlegar uppfærslur verða settar inn

  - Nýtt kerfi ræst með nýjunum vegna nýrrar reglugerðar

Nýjar upplýsingar verða settar hér inn eftir því sem verkinu miðar áfram. Vinsamlegast beinið fyrirspurnum um verkefnið til: nokkvi@netorka.is