API þjónustur
Netorka býður upp á ýmissar API þjónustur. Eftirfarandi upplýsingar lýsa þeim þjónustum sem eru nú þegar í boði ásamt þeim sem eru væntanlegar.
Alltaf er hægt að hafa samband ef áhugi er fyrir að nýta slíka þjónustu ásamt því að kanna möguleika á nýjum þjónustum sem kunna að nýtast fyrirtækjum. Hægt er að hafa samband í gegnum bergthora(hjá)netorka.is varðandi API þjónustur.
API þjónustur í boði
Veitur viðskiptavinar
API þjónusta sem skilar veitum til sölufyrirtækis eftir að væntanlegur viðskiptavinur hefur auðkennt sig með rafrænum skilríkjum. Sjálfvirknivæðir söluaðilaskipti.
Mæligögn viðskiptavinar
API þjónusta sem skilar raforkumæligögnum til sölufyrirtækis 24 mánuði aftur í tímann fyrir viðskiptavini sölufyrirtækis.
Samanburður veitna
API þjónusta sem ber saman skráðar söluveitur hjá Netorku og skráðar söluveitur hjá viðkomandi sölufyrirtæki.
Væntanlegar API þjónustur
Eftirfarandi API þjónustur gerir sölufyrirtækjum og dreifiveitum kleift að samþætta upplýsingar inn í eigin viðskiptakerfi.
Bráðabirgðasala
Sölufyrirtæki
API þjónusta sem skilar veitum í bráðabirgðasölu auk þess að hægt er að staðfesta á áframhaldandi sölu.
Dreifiveitur
API þjónusta sem skilar veitum í bráðabirgðasölu á þeirra dreifiveitusvæði.
Upplýsingar um veitur sem koma til sölufyrirtækis í sölu
API þjónusta sem skilar upplýsingum um veitur sem koma til fyrirtækis í sölu. Upplýsingarnar sem um ræðir eru almennar upplýsingar um notanda og notkunarstað ásamt gildisdegi, dreifiveitutaxta, notkunarflokk, áætlaðri ársnotkun og tegund mælingar.
Samningsbundinn söluaðili
Sölufyrirtæki
API þjónusta sem skilar upplýsingum um hvort tilgreint fyrirtæki sé með viðskiptasamband við viðskiptavin. Viðskiptasamband er til staðar ef allar neysluveitur notanda, ein eða fleiri, eru hjá söluaðilanum og er það í gildi í allt að 90 daga frá því að notandi aftengist neysluveitu. Gerir sölufyrirtæki kleift að samþætta þessar upplýsingar inn í eigið viðskiptakerfi.
Dreifiveitur
API þjónusta sem skilar upplýsingum um hvort viðskiptavinur sé með samningsbundinn söluaðila eða ekki. Gagnlegt ef verklag dreifiveitu er á þann hátt að mælir viðskiptavinar, sem hann tekur við frá uppsetningu nýs notkunarstaðs, er ekki tengdur fyrr en hann hefur valið sér söluaðila. Ef viðskiptavinur er með samningsbundinn söluaðila fer hann sjálfkrafa til þess söluaðila við uppsetningu mælis.
Upplýsingar um hvort Z03LK skeyti hafi borist
API þjónusta sem skilar upplýsingum um hvort Z03LK notendaskiptaskeyti hafi borist frá sölufyrirtæki. Gagnlegt ef verklag dreifiveitu er á þann hátt að mælir viðskiptavinar, sem hann tekur við frá uppsetningu nýs notkunarstaðs, er ekki tengdur fyrr en hann hefur valið sér söluaðila.
Tímaraðir sem vantar
API þjónusta sem skilar upplýsingum um tímamælingar sem vantar gögn á frá dreifiveitum.