Innskráning

Mæligögn

Gagnagrunnar Netorku hafa að geyma upplýsingar um alla raforkunotkun á Íslandi fyrir utan stóriðju frá árinu 2005. Einnig hefur Netorka yfir að ráða upplýsingum um framleiðslu allra virkjana og varavéla sem ekki eru tengdar beint við flutningskerfi Landsnets.

Lesið er af öllum rafmagnsmælum á landinu á a.m.k. árs fresti. Dreifiveiturnar sjá um að safna þessum upplýsingum og skrá þær í sín kerfi. Netorka fær þessar upplýsingar sjálfkrafa inn í sín kerfi þaðan sem þeim er miðlað áfram til sölufyrirtækja og jöfnunarábyrgra.

Öll stærri fyrirtæki og margir minni notendur eru með tímamælda notkun á raforku. Það þýðir að rafmagnsmælirinn skráir notkun notandans á klukkutíma fresti. Þessum gildum er síðan safnað frá rafmagnsmælinum einu sinni á sólahring. Annað hvort ber dreifiveitan ábyrgð á að safna þessum gögnum og senda áfram til Netorku eða Netorka safnar gildunum beint frá mæli. Þessum gögnum er einnig miðlað daglega til viðeigandi aðila.