Innskráning

Ný reglugerð

Ný Reglugerð um raforkuviðskipti og mælingar 1150/2019 tók gildi þann 1. janúar 2020 og kallaði á eftirfarandi breytingar á grunnkerfum Netorku:

  • Raforkusölusamningur fylgi viðskiptavin milli staða við flutning
  • Söluaðili til þrautavara fyrir dreifiveitu er valinn af Orkustofnun og er sá sami fyrir öll dreifiveitusvæði. Ekki er lengur um að ræða sjálfgefinn söluaðila fyrir hvert dreifiveitusvæði.
  • Stytting á tíma í söluaðilaskiptum. Skipti allt fram að tíunda hvers mánaðar taka gildi um næstu mánaðamót.

Netorka vann að endurskilgreiningum á verkferlum í vinnuhópi Samorku og kynnti þá fyrir sölufyrirtækjum á fundi í apríl 2020, sjá glærukynningu hér fyrir neðan. í þessari kynningu er bæði farið yfir Flýtilausn og Framtíðarlausn.

29.4.2020: Stöðufundur með sölufyrirtækjum

 

Í heild sinni lítur tillaga að endurskilgreindum verkferlum í Framtíðarlausninni út á eftirfarandi hátt og er unnið að breytingum á kerfum Netorku í samræmi við þessa verkferla.

5.5.2020: Tillaga að verkferlum með nýrri reglugerð 1150/2019

 

Í apríl/maí 2020 var ákveðið að reyna að útfæra reglugerðarbreytinguna strax með blöndu af handvirkum og sjálfvirkum hætti og ýmsum breytingum á verkferlum hjá dreifiveitum. Þeim verkferlum er lýst í eftirfarandi skjali:

5.5.2020: Ný reglugerð - Flýtilausn

 

Þar sem kallað er á svona miklar breytingar á verkferlum, er nauðsynlegt að það komi fram í Netmála B6: Skilmálar um samskipti aðila á raforkumarkaði. Gera þarf breytingar á Netmálan B6 til samræmis við þá nýju verkferla sem búið er að skilgreina. Netorka hefur stillt upp nýjum myndum sem lýsa verkferlunum í Netmálanum og eru þessar myndir sýndar sem tillögur í eftirfarandi skjali.

1.9.2020: Ferlamyndir í Netmála B6 - Drög