Miðlun raforkugagna
Miðlun raforkugagna er þjónusta sem auðveldar notendum að nálgast raforkugögn gegn umboði viðskiptavinar. Þetta er sérstaklega hentugt þegar aðilar vilja fá tilboð í raforkunotkun sína; þeir þurfa þá einungis að samþykkja umboð um að Netorka megi afhenda gögnin viðkomandi sölufyrirtækjum.
Gögnin samanstanda af númeri veitu og mælis, dreifisvæði, heimilisfangi, núverandi söluaðila raforku að hluta til, dreifiveitutaxta, áætlaðri ársnotkun, meðalnotkun, síðasta álestri, mæliaðferð, stöðu mælis, margföldunarstuðli og stafafjölda.
Ef um tímamældar veitur er að ræða þá eru tímagildin einnig afhent allt að 24 mánuði aftur í tímann.
Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar fyrir „Miðlun raforkugagna“ kerfið. Til þess að hafa aðgang að því þarftu að vera innskráður og með samning við Netorku. Nánari upplýsingar: netorka@netorka.is.