Innskráning

Raforkuspár

 

Landsnet ber ábyrgð á að alltaf sé til reiðu sú raforka sem þarf hverju sinni. Til þess að þetta sé hægt þarf að spá fyrir um hver raforkunotkunin verður á hverjum tíma því raforku þarf að framleiða jafnóðum og hennar er þörf. Öll sölufyrirtækin, eða jöfnunarábyrgir, þurfa að senda Landsneti spá um hversu mikla raforku þau telja að þau muni selja. Ef spáin er of há, þurfa sölufyrirtækin að selja orku á svokölluðu jöfnunarorkuverði en ef spáin er of lág þurfa fyrirtækin að kaupa orku.

Netorka hefur yfir að ráða öflugu raforkuspákerfi sem heitir Aiolos Forecast Studio og er frá sænska fyrirtækinu Vitec. Sölufyrirtækjunum býðst að kaupa þessar spár af Netorku og nota þær við gerð sinna eigin spáa.

Gögn sem notuð eru við gerð raforkuspánna eru gögn um raforkunotkun aftur í tímann og veðurspár frá nokkrum veðurspárþjónustum á Norðurlöndum. Einnig býr kerfið yfir upplýsingum um virka daga, frídaga og helgar því raforkunotkunin á landinu er mjög mismunandi eftir því hvaða dagur er.