Innskráning

Riftun sölusamninga vegna vanskila

Vegna fjölgandi tilkynninga frá sölufyrirtækjum um riftun sölusamninga vegna  vanskila (Reglugerð um raforkuviðskipti og mælingar 1150/2019 1. mgr. 12. gr.) hefur Netorka gefið út tillögu að verklagi vegna þessarar tegundar riftunar.
Í tillögunni kemur fram hvert hlutverk sölufyrirtækja, dreifiveitna og Netorku er í þessu ferli. 

 

Netorka leggur fram þessa tillögu, með samþykki dreifiveitna, þar sem að í reglugerðinni er ekki kveðið á um ákveðið verklag né leiðbeiningar ef út í slíka riftun er farið.

 

Í tillögu Netorku er gert ráð fyrir að ef sölufyrirtæki hyggst rifta sölusamningi skuli það senda inn, með að minnsta kosti 45 daga fyrirvara miðað við riftunardag, erindi til Netorku þar sem kemur fram kennitala mælistaðar og dagsetning riftunar. Áður hafi sölufyrirtækið sent viðkomandi viðskiptavini skriflega viðvörun. Athugið að riftunardagur miðast alltaf við mánaðamót. Þessi fyrirvari gefur dreifiveitu svigrúm til að bregðast við með 30 daga fyrirvara samkvæmt 3. mgr. 11. gr. Reglugerðar um raforkuviðskipti og mælingar 1150/2019. 

 

Settar voru upp fimm sviðsmyndir merktar A-F, sem upp geta komið í málum er snúa að riftun sölusamninga vegna vanskila. 

 

Sviðsmyndir 22.5.2024: Sviðsmyndir riftana sölusamninga vegna vanskila.

 

Í framhaldi voru sett upp "swimlane" flæðirit, fyrir hverja sviðsmynd, sem sýna ítarlega hlutverk hvers og eins aðila er koma að ferlinu. 

 

Swimlane flæðirit sviðsmynda 22.5.2024: Swimlane flæðirit sviðsmynda riftana sölusamninga vegna vanskila.