Innskráning

Söluaðilaskipti

Söluaðilaskipti eiga sér stað þegar notandi skiptir um raforkusala. Almennum notanda er heimilt að segja upp raforkusölusamningi við sölufyrirtæki með þriggja vikna fyrirvara á gildistíma hans, sem taki þá gildi um næstu mánaðamót. Ef raforkusölusamningi er sagt upp með minna en þriggja vikna fyrirvara frá næstu mánaðamótum taka þau gildi eftir líðandi mánuð plús þann næsta.

(Dæmi: Söluaðilaskipti sem framkvæmd eru þann 6. júní taka gildi 1. júlí en söluaðilaskipti sem framkvæmd eru 14. júní taka gildi 1. ágúst).

Netorka sér um alla vinnslu og gagnasamskipti sem eiga sér stað vegna söluaðilaskipta, fyrir hönd allra dreifiveitnanna.

Söluaðilaskipti geta einnig átt sér stað við notendaskipti (nýr notandi flytur inn/út úr húsnæði), en þá þarf viðkomandi sölufyrirtæki að senda inn erindi til Netorku áður en flutningur á sér stað. Að öðrum kosti fer salan á söluaðila til þrautavara, en það er sá söluaðili sem Orkustofnun hefur valið ef notandi velur sér ekki sjálfur raforkusala við flutninginn.

Nánari upplýsingar er hægt að finna í Netmálum Landsnets, B6 og B7.

Tölfræði um söluaðilaskipti.