Innskráning

Notendur

Netorka sem miðlægur aðili, tekur við upplýsingum frá dreifiveitunum um raforkunotkun allra notenda á Íslandi fyrir utan stóriðju. Þetta gerir Netorku kleift að birta fjölda notenda með virkar neysluveitur á landinu öllu. Undir hverri kennitölu, þ.e. hverjum notanda, geta verið fleiri en ein virk neysluveita.

Þar sem sami notandi getur verið með virkar neysluveitur á fleiri en einu dreifiveitusvæði, er fjöldi birtur miðað við landið allt. 

Talningar hófust 11. október. Í framhaldi eru upplýsingar frá fyrsta hvers mánaðar. 

Excel skjal með tölulegum upplýsingum línurita vegna tölfræði fjölda notenda með virkar neysluveitur.

Í skjalinu er einning hægt að sjá fjölda skipt eftir einstaklingum og fyrirtækjum frá desember 2023.

Síðast uppfært: 3.10.2024

Notendur 2024

Eftirfarandi mynd sýnir heildarfjölda notenda, með virkar neysluveitur, á Íslandi skipt eftir mánuðum árið 2024 til nýjustu gagna.

 

 

Notendur 2023

Eftirfarandi mynd sýnir heildarfjölda notenda, með virkar neysluveitur, á Íslandi skipt eftir mánuðum frá 11. október 2023.