Innskráning

SMS- og tölvupóstsendingar

Kaflaskipting:
  • Svörun við áminningum frá apríl 2021 til nýjustu gagna

  • SMS- og tölvupóstsendingar frá apríl 2021 til nýjustu gagna

Reglugerðarbreyting 599/2022 á reglugerð 1150/2019 
Breytingin fellur á brott reglu um söluaðila til þrautavara, bregðist notandi ekki við með því að velja sér söluaðila á nýjum notkunarstað/veitu. Þess í stað ber dreifiveitu að setja hann í viðskipti við það sölufyrirtæki sem síðast var skráð á viðkomandi neysluveitu aðhafist notandinn ekkert innan sjö sólarhringa frá tilkynningu um val á söluaðila.

Ef notandi hefur enn ekkert aðhafst 30 dögum eftir tilkynningu um val á söluaðila getur dreifiveita stöðvað afhendingu rafmagns á notkunarstað/veitu sem um ræðir.

Netorka sendir, fyrir hönd dreifiveitu, áminningu um val á söluaðila til notenda við nýskráningu á notkunarstað/veitu sem og ítrekun innan 30 daga áður en til stöðvunar á raforkuafhendingu kemur.

Síðustu veiturnar fóru til söluaðila til þrautavara þann 20. apríl 2022. 

Eldra
Í reglugerð 1150/2019 (gildir frá 1.1.2020) er kveðið á um að viðskiptasamband sölufyrirtækis og notanda eigi ekki að rofna ef notandi flytur eða stofnar nýja veitu. Ef slíkt viðskiptasamband er ekki til staðar þegar notandi tekur við nýjum notkunarstað/veitu, þarf hann að hafa samband við þann raforkusala sem hann kýs að eiga í viðskiptum við.

Til að upplýsa notandann um þetta í kjölfar flutnings/stofnunar nýrrar veitu, þá sendir Netorka (þjónustuaðili dreifiveitu) fyrir hönd dreifiveitu, áminningu til notandans með SMS og/eða tölvupósti. Fyrir hvern notkunarstað/veitu er send ein SMS og/eða tölvupósts áminning þess efnis að notandinn þurfi að velja sér söluaðila innan sjö sólarhringa. Innan þess tíma þarf bæði viðskiptavinurinn að hafa samband við valinn söluaðila og sá söluaðili að tilkynna raforkusölusamning til þjónustuaðila dreifiveitu.

Ef notandi bregst ekki við og velur ekki söluaðila innan þessa sjö sólarhringa frests, er veitan sem um ræðir skráð á söluaðila til þrautavara, sem valinn er af Orkustofnun til nokkurra mánaða í senn. Netorka hefur frá apríl 2021 séð um að senda áminningu til notenda fyrir hönd dreifiveitna. Sýnir eftirfarandi samantekt viðbrögð fyrirtækja og einstaklinga við áminningu, frá apríl 2021 til nýjustu gagna.

Excel skjal með tölulegum upplýsingum vegna tölfræði fyrir SMS- og tölvupóstsendingar og svörun.

Síðast uppfært: 12.4.2022

Svörun við áminningu frá apríl 2021 til nýjustu gagna

Eftirfarandi tafla sýnir svarhlutfall fyrirtækja og einstaklinga sem fengu áminningu með SMS og/eða tölvupósti vegna hverrar kennitölu, þ.e. annars vegar þeir sem brugðust við með því að velja söluaðila og hins vegar þeir sem brugðust ekki við og fóru því til söluaðila til þrautavara. Svarhlutfall miðast við hvern hóp fyrir sig.
Taflan sýnir einnig fjölda þeirra sem ekki fengu áminningu og fóru því sjálfkrafa til söluaðila til þrautavara.
Í tilfellum þar sem notendur fá ekki áminningu er ástæðan sú að dreifiveita hefur hvorki símanúmer né netfang viðkomandi skráð. 

Í Excel-skjalinu að ofan má sjá fjölda þeirra sem fengu ekki áminningu og fóru því til söluaðila til þrautavara skipt upp eftir dreifisvæðum.

Svörun notenda við áminningu (vegna hverrar kennitölu)

  

Eftirfarandi tafla sýnir svörun fyrirtækja og einstaklinga eftir því hvort þeir hafi fengið áminningu eingöngu með SMS, eingöngu með tölvupóst eða með bæði SMS og tölvupóst. 

Svörun eftir gerð áminningar (vegna hverrar kennitölu)

SMS- og tölvupóstsendingar frá apríl 2021 til nýjustu gagna

Eftirfarandi tafla sýnir fjölda fyrirtækja og einstaklinga sem fengu áminningu eingöngu með SMS, eingöngu með tölvupóst eða bæði með SMS og tölvupóst. Samtalan sýnir fjölda fyrirtækja og einstaklinga sem fengu áminningu með SMS og/eða tölvupóst. Taflan sýnir fjölda áminninga bæði vegna hverrar kennitölu, þar sem hver kennitala getur verið skráð fyrir fleiri en einni veitu, sem og hverrar veitu.

Sundurliðun eftir dreifiveitusvæðum má finna í Excel-skjalinu efst á síðunni.

Fjöldi áminninga til fyrirtækja og einstaklinga eftir gerð

Eftirfarandi tafla sýnir heildarfjölda SMS og tölvupósta skipt upp eftir dreifiveitusvæðum sem sendir voru til notenda sem tóku við nýjum notkunarstað/veitu. Hér getur hvert fyrirtæki eða einstaklingur verið skráður fyrir fleiri en einum notkunarstað/veitu. 

Heildarfjöldi SMS- og tölvupóstsendinga (sent vegna hverrar veitu)