Innskráning

Söluaðili til þrautavara

Eftirfarandi upplýsingar sýna fjölda veitna annarsvegar og kennitalna hinsvegar, sem skráðar voru á söluaðila til þrautavara frá því að bráðabirgðalausn til að uppfylla nýja reglugerð var tekin í notkun í byrjun júní 2020.
Þar sem tæknilausn var tekin inn í áföngum, var ekki hægt að telja nákvæmlega þann fjölda sem fór til söluaðila til þrautavara frá 10. des 2020 og byggja því tölur frá þeim tíma á nokkuð áreiðanlegu tölulegu mati. 

Síðustu veiturnar fóru til söluaðila til þrautavara þann 20. apríl 2022. Í kjölfarið var gerð breyting og veitur fóru til bráðabirgðasöluaðila í stað þrautavara.

Excel skjal með tölulegum upplýsingum allra línurita vegna tölfræði söluaðila til þrautavara.

Reglugerðarbreyting 599/2022 á reglugerð 1150/2019 
Breytingin fellur á brott reglu um söluaðila til þrautavara, bregðist notandi ekki við með því að velja sér söluaðila á nýjum notkunarstað/veitu. Þess í stað ber dreifiveitu að setja hann í viðskipti við það sölufyrirtæki sem síðast var skráð á viðkomandi neysluveitu, aðhafist notandinn ekkert innan sjö sólarhringa frá tilkynningu um val á söluaðila.

Eldra
Ný reglugerð 1150/2019 tók gildi þann 1.1.2020. Í henni er kveðið á um að viðskiptasamband sölufyrirtækis og notanda eigi ekki að rofna ef notandi flytur eða stofnar nýja veitu. Í mörgum tilfellum er þetta viðskiptasamband ekki til staðar eða notandi með fleiri en eitt sölufyrirtæki skráð á sig og því ekki hægt að skera úr um viðskiptasamband. Ef þannig háttar til fær notandi allt að 7 dögum til að velja söluaðila fyrir veituna sem um ræðir. Ef notandi bregst ekki við og velur ekki söluaðila innan þessa sjö daga frests, er veitan sem um ræðir skráð á söluaðila til þrautavara, sem valinn er af Orkustofnun til nokkurra mánaða í senn. 

Veitur til söluaðila til þrautavara

Í eftirfarandi línuriti sést fjöldi veitna sem skráðar voru á söluaðila til þrautavara frá júní 2020 til 20. apríl 2022.

 

 

Kennitölur til söluaðila til þrautavara

Í eftirfarandi línuriti sést fjöldi fyrirtækja og einstaklinga á bak við þær veitur sem skráðar voru á söluaðila til þrautavara frá 20. júní 2020 til 20. apríl 2022.