Val á söluaðila við notendaskipti
Kaflaskipting:
-
Val á söluaðila við notendaskipti 2024
-
Val á söluaðila við notendaskipti 2023
-
Val á söluaðila við notendaskipti 2021 - 2024
Þegar notandi tekur við neysluveitu þarf hann að velja sér söluaðila raforku ef hann er ekki þegar með viðskiptasamband við sölufyrirtæki (samningsbundinn söluaðila). Viðskiptasamband er til staðar ef allar neysluveitur notanda, ein eða fleiri, eru hjá sama söluaðila og er það í gildi í allt að 90 daga frá því að notandi aftengist neysluveitu.
Ef notandi er ekki með viðskiptasamband þarf hann að velja sér söluaðila innan 7 daga frá skráningu notendaskipta, eftir þann tíma fer hann til bráðabirgðasöluaðila (söluaðili sem var fyrir á viðkomandi neysluveitu). Ef um nýuppsetta neysluveitu er að ræða, og því enginn bráðabirgðasöluaðili til staðar, verður notandi að velja söluaðila.
Þegar notandi hefur valið söluaðila, sendir viðkomandi söluaðili inn tilkynningu um raforkusölusamning við notendaskipti með Z03LK skeyti.
Eftirfarandi tölfræði sýnir upplýsingar þar sem notandi valdi sér söluaðila við notendaskipti (Z03LK skeyti) frá árinu 2021. Miðað er við gildisdag notendaskipta.
Síðast uppfært: 16.10.2024
Val á söluaðila við notendaskipti 2024
Eftirfarandi mynd sýnir fjölda afhendingarstaða (neysluveitna) þar sem notandi valdi söluaðila við notendaskipti, það sem af er árs 2024.
Eftirfarandi mynd sýnir fjölda fyrirtækja og einstaklinga sem völdu söluaðila við notendaskipti, fyrir eina eða fleiri neysluveitu, það sem af er árs 2024.
Eftirfarandi mynd sýnir samanlagða ársnotkun þeirra afhendingarstaða þar sem notandi valdi söluaðila við notendaskipti, það sem af er árs 2024.
Val á söluaðila við notendaskipti 2023
Eftirfarandi mynd sýnir fjölda fyrirtækja og einstaklinga sem völdu söluaðila við notendaskipti, fyrir eina eða fleiri neysluveitu, árið 2023.
Eftirfarandi mynd sýnir samanlagða ársnotkun þeirra afhendingarstaða þar sem notandi valdi söluaðila við notendaskipti árið 2023.
Val á söluaðila við notendaskipti 2021-2023
Eftirfarandi mynd sýnir fjölda afhendingarstaða þar sem notandi valdi söluaðila við notendaskipti.
Myndin sýnir árlegar tölur 2021-2024 (til nýjustu gagna þessa árs).
Eftirfarandi mynd sýnir fjölda fyrirtækja og einstaklinga sem völdu söluaðila við notendaskipti , fyrir eina eða fleiri neysluveitu.
Myndin sýnir árlegar tölur 2021-2024 (til nýjustu gagna þessa árs).
Eftirfarandi mynd sýnir samanlagða ársnotkun þeirra afhendingarstaða þar sem notandi valdi söluaðila við notendaskipti.
Myndin sýnir árlegar tölur 2021-2024 (til nýjustu gagna þessa árs).