Fyrirtækið
Hlutverk
Að þjóna dreifiveitum, orkufyrirtækjum, opinberum aðilum og fyrirtækjamarkaði með því að safna, vinna úr og miðla gögnum og upplýsingum og bæta þannig aðgengi að upplýsingum sem skilar viðskiptavinum okkar auknum árangri.
Kjarnastarfsemi
Kjarnastarfsemi Netorku felst í að safna, vinna úr og miðla mæli- og uppgjörsgögnum fyrir íslenskan raforkumarkað. Netorka getur nýtt þekkingu innan fyrirtækisins til þátttöku í öðrum verkefnum enda þjóni það markmiðum eigenda og fyrirtækinu.
Stefna
Netorka leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini og að vinna í samræmi við þarfir þeirra. Lögð er áhersla á þróun virðisaukandi þjónustu og þjónustuleiða í samvinnu við viðskiptavini með áherslu á aukna sjálfvirkni og sveigjanleika. Fyrirtækið leggur áherslu á að vera með starfsfólk sem býr yfir færni til að sinna verkefnum hverju sinni. Trúnaður og áreiðanleiki eru lykilþættir í starfseminni og grundvöllur hennar.
Gildi
Öryggi: Gagnaöryggi.
Áreiðanleiki: Úrvinnsla gagna, meðhöndlun og tímasetningar.
Heiðarleiki: Hlutleysi gagnvart aðilum, trygging gagna, óhæði og heiðarleiki starfsmanna.
Þjónustulund: Vilji og lipurleiki og hraði, engin vandamál einungis verkefni.
Eigendur
Hluthafi | Eignarhluti |
Orkuveita Reykjavíkur | 38,41% |
RARIK ohf. | 26,05% |
HS Veitur hf. | 15,46% |
Norðurorka hf. | 7,73% |
Landsvirkjun | 6,11% |
Orkubú Vestfjarða ohf. | 4,95% |
Rafveita Reyðarfjarðar | 0,92% |
Selfossveitur bs. | 0,37% |
Stjórn Netorku
Aðalmenn
Elín Smáradóttir, formaður (Orkuveita Reykjavíkur)
Sæmundur Friðjónsson (Orkuveita Reykjavíkur)
Egill Sigmundsson (HS Veitur)
Pétur E. Þórðarson (RARIK)
Arnaldur B. Magnússon (Norðurorka)
Varamenn
Íris Lind Sæmundsdóttir (Orkuveita Reykjavíkur)
Skúli Skúlason (Orkuveita Reykjavíkur)
Jónas Dagur Jónasson (HS Veitur)
Tryggvi Þór Haraldsson (RARIK)
Daníel Örn Antonsson (Orkubú Vestfjarða)
Framkvæmdastjóri:
Torfi H. Leifsson
Upplýsingar
Netorka hf.
Dalshrauni 1a, 2. hæð
220 Hafnarfjörður
Sími: 520-4800
Kt: 450600-2880
Virðisaukaskattsnúmer: 67707
Netorka er skráð hjá Fyrirtækjaskrá
Netfang: netorka@netorka.is
Endurskoðun: KPMG