Innskráning

Persónuverndarstefna

  • Netorka rekur vottað Stjórnkerfi upplýsingaöryggis samkvæmt ISO27001 sem nýtt er til að auka öryggi gagna í vörslu félagsins.

  • Varðveislutími upplýsinga er skilgreindur og í samræmi við lög og samninga. Í enda varðveislutíma skal upplýsingum eytt í samræmi við geymslu- og grisjunaráætlun.

  • Persónugreinanlegum upplýsingum hjá Netorku er haldið í lágmarki.

  • Aðgangi að upplýsingum er stýrt þannig að aðeins þeir sem á þurfa að halda fá aðgang.

  • Réttur til aðgangs. Brugðist er við öllum fyrirspurnum einstaklinga varðandi eigin upplýsingar. Engar upplýsingar eru gefnar án staðfestingar á réttmæti fyrirspyrjanda á upplýsingunum.

  • Réttur til að gleymast. Allar beiðnir um eyðingu gagna verða skoðaðar og brugðist við í samræmi við lög. Ekki er hægt að eyða gögnum sem skylt er að varðveita samkvæmt lögum eða sem tryggja Netorku lögvarin réttindi.

  • Réttur til leiðréttingar. Einstaklingar geta ávallt óskað eftir leiðréttingu á upplýsingum um þá og mun Netorka bregðast við slíkum óskum að því marki sem unnt er, þegar þær liggja fyrir.

  • Réttur til takmörkunar á vinnslu. Einstaklingur getur krafist þess að vinnsla upplýsinga verði takmörkuð ef ljóst þykir að persónugreinanlegar upplýsingar eru rangar, vinnslan ólögmæt, ekki er lengur þörf á upplýsingunum eða vinnslunni hefur verið andmælt.

  • Réttur til að flytja eigin gögn. Einstaklingar geta fengið afrit af gögnum sem þeir hafa afhent Netorku. Einstaklingum er heimilt að flytja gögnin til þriðja aðila.

  • Netorka gerir vinnslusamninga við alla aðila sem hýsa eða vinna með persónugreinanlegar upplýsingar fyrir fyrirtækið.

  • Engar persónugreinanlegar upplýsingar verða afhentar, seldar eða leigðar þriðja aðila að öðru leiti en fram kemur í síðasta lið persónuverndarstefnunnar.

  • Upplýsingar eins og símanúmer eða netfang verða einungis notaðar til samskipta við viðskiptavini eða umsækjendur í tengslum við samning um þjónustu sem Netorka veitir.

  • Vegna tölfræðiúrvinnslu mun Netorka gera upplýsingar ópersónugreinanlegar þannig að ekki verði greint frá stöðu einstaka viðskiptavina.

  • Ef lög mæla svo fyrir mun Netorka afhenda persónugreinanlegar upplýsingar til viðeigandi aðila og þá aðeins þær upplýsingar sem nauðsynlegt er talið. Ef einstaklingur óskar eftir að Netorka afhendi þriðja aðila gögn, þá er það eingöngu gert skv. heimild frá viðkomandi einstaklingi.