Vottanir
Framúrskarandi fyrirtæki
Netorka hefur verið í hópi framúrskarandi fyrirtækja frá því að vottun þar að lútandi hófst á vegum Creditinfo árið 2009. Vottun Creditinfo þýðir að Netorka er í hópi sterkustu fyrirtækja landsins. Eftirfarandi upplýsingar eru lagðar til grundvallar á mati Creditinfo um hvort fyrirtæki uppfylli skilyrði styrkleikamatsins:
-
Að hafa skilað ársreikningum til RSK fyrir síðustu 3 rekstrarár
-
Minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum
-
Að sýna rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð
-
Að ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð
-
Að eignir séu 80 milljónir kr. síðustu 3 rekstrarár
-
Að eiginfjárhlutfall sé 20% eða meira, síðustu 3 rekstrarár
-
Að vera með skráðan framkvæmdastjóra og stjórnarmenn í hlutafélagaskrá
-
Að vera virkt fyrirtæki skv. skilgreiningu Creditinfo
Stjórnkerfi upplýsingaöryggis, ISO27001
Fljótlega eftir að starfsemi Netorku hófst var farið að vinna að því að innleiða gæðakerfi, Stjórnkerfi uplýsingaöryggis ISO27001, sem snýr að varðveislu og öryggi gagna sem Netorka meðhöndlar. Í apríl 2010 framkvæmdi KPMG Audit Plc í Bretlandi úttekt á Stjórnkerfi upplýsingaöryggis hjá Netorku og stóðst Netorka það að fullu.
Í ágúst 2010 var ISO27001 skírteini gefið út af KPMG til handa Netorku. Á hverju ári síðan þá hefur KPMG Audit komið og tekið starfsemi Netorku út. Netorka hefur alltaf staðist úttektirnar án alvarlegra athugasemda.